Xbox One: PlayerUnknown's Battlegrounds

Playerunknown's Battlegounds eða PUBG eins og hann er betur þekktur, er fyrstu persónu skotleikur þar sem leikmenn keppa við aðra á netinu og reyna að vera sá seinasti á lífi. PUBG hefur náð geisilegum vinsældum á PC um allan heim og er nú loksins fáanlegur á Xbox One!

 

Leikmönnum er hent saman, allt að hundrað manns í einu á stórt opið svæði þar sem þeir berjast til dauða á meðan leiksvæðið minnkar og minnkar. Leikurinn inniheldur heilan helling af vopnum og farartækjum til að hjálpa þér að sigra. Hver leikmaður getur bara haldið á takmörkuðu magni af vopnum svo þú þarft að ákveða hvort þú viljir fórna þínum núverandi vopnum til að eiga möguleika á að fá einhver betri þegar þú nærð að drepa óvin.

 

Vinsamlegast athugið: Leikurinn er eingöngu netleikur og þarf að hafa Xbox Live Gold áskrift til að geta spilað leikinn sem fæst hér:

Xbox Live Gold (3 mánuðir) - Xbox Live Gold (12 mánuðir)

3.999kr
Setja í körfu

PS4: Fifa 18

Fifa hefur aldrei litið svona vel út!

 

Graffíkin hefur verið bætt verulega, völlurinn og staðsetning er raunverulegri og breytist eftir því hvar þú ert að spila í heiminum. Ein af stærstu breytingunum er ekki hvernig hann lítur út heldur hvernig leikurinn spilast. Allar hreyfingar og persónuleiki spilara hafa fengið mun meira flæði og líta mikið betur út. Stærð og persónuleiki leikmanna skipta máli og hafa áhrif á spilun leiks. Ólíkt fyrri leikjum þá spilast Fifa 18 ramma fyrir ramma svo það skapast minna lagg á milli hreyfinga og fjarstýringar.

 

The Journey með Alex Hunter heldur áfram í sex köflum og getur maður núna spilað sem fleiri karakterar og einnig farið í local multiplayer

8.999kr
Setja í körfu

PS4: UFC 3

Í þessum nýjasta UFC leik er mikil áhersla lögð á raunveruleikar hreyfingar, en leikurinn skartar svokallaðri Real Player Motion Tech. Með þeirri tækni eru hreyfingar  bardagakappanna og kvennanna meira flæðandi og mjög líkar því sem eru í alvöru bardögum. Hvert högg, spark, blokkering og gagnárásir hafa verið gerðar frá grunni til að skapa
bestu bardagaupplifun sem sést hefur í seríunni. Auk þessa skartar leikurinn núna G.O.A.T. Career möguleika þar sem leikmenn geta búið til sinn eigin bardagakappa, fylgt honum í gegnum ferilinn og skiptir þar jafn miklu það sem gerist innan bardagabúrsins og utan.

 

Gunnar Nelson er meðal bardagakappa í leiknum.

10.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Shadow of the Colossus

Í Shadow of Colossus fara leikmenn í hlutverk hetju sem hefur það markmið að endurlífga einstaka stúlku, en í veginum standa 16 risavaxin kvikindi. Leikmenn þurfa að þeysast um landsvæði leiksins og finna hvert kvikindi fyrir sig og fella það. Shadow of Colossus er blanda af platformleik, þrautum, hasar og flottri grafík.

 

En leikurinn kom fyrst út á PlayStation 2 og hefur verið gerður frá grunni að þessu sinni fyrir PlayStation 4.

4.999kr
Uppselt

PS4: Assassin's Creed: Origins

Assassin's Creed: Origins gerist í Egyptalandi hinu forna og sem frelsishetjan Bayek muntu m.a. hitta Ptolemajors faraó, Kleópötru og Julíus Cesar. Leikurinn inniheldur nýtt bardagakerfi, stórfenglega veröld forn-Egyptalands og nýtt grunnverkefni: að komast að uppruna Bræðralagsins.

10.999kr
Setja í körfu

PS4: Monster Hunter World

Monster Hunter World er nýjasti leikurinn í þessari stórbrotnu seríu sem þegar hefur selst í meira en 40 milljónum eintaka. Monster Hunter World inniheldur algjörlega opinn heim sem skartar sínu eigin vistkerfi þar sem hinar ýmsu plöntu- og dýrategundir eru til staðar. Leikmenn fara í hlutverk veiðimanns sem leitar uppi og drepur illvíg kvikindi í æsispennandi
bardögum. Í þessum nýja leik geta leikmenn farið einir og sér á veiðar eða í hópi með allt að þremur öðrum.

9.999kr
Setja í körfu

PS4: Crash Bandicoot N-Sane Trilogy

Uppáhaldið okkar, Crash Bandicoot, er mættur aftur í glæsilegri endurútgáfu þar sem þrír Crash Bandicoot leikir hafa verið endurgerðir á ótúlegan hátt.  Grafíkin er allt önnur, spilunin hefur verið bætt og tónlistin keyrð upp.  Nú geta leikmenn hoppað, skoppað, snúið sér og hlaupið um sem aldrei fyrr, en leikjapakkinn inniheldur leikina Crash Bandicoot, Crash Bandicoot 2: Cortex Strikes Back og Crash Bandicoot: Warped.  Endurlifðu öll uppáhalds Crash augnablikin þín í uppfærðri grafík með þessum magnaða pakka.

 

Leikurinn inniheldur:

  • 3 Crash Bandicoot leiki
  • Uppfærða grafík, spilun og tónlist
4.999kr
Setja í körfu

PS4: Call of Duty: WWII

Í ár snýr Call of Duty serían aftur til uppruna síns og gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Leikmenn reka á land í Normandy á D-deginum og þurfa svo að berjast í gegnum vígvelli Evrópu í mörgum af eftirminnilegustu atburðum stríðsins. Hér fá leikmenn að upplifa klassíska Call of Duty spilun, sterk vináttubönd og hversu miskunarlaust stríð getur verði
þegar barist er gegn heimsveldi sem ætlar sér að breyta heiminum í einræði.


Call of Duty WWII inniheldur 3 mismunandi spilunarmöguleika: Söguþráð, netspilun og co-op spilun. Leikurinn skartar ótrúlegri grafík og endurskapar þekktustu vígvelli stríðsins.

9.999kr
Setja í körfu

Switch: Super Mario Odyssey

8.999kr
Setja í körfu