UPPSELD

PS4: Yakuza 6 Day One Limited Edition

Í þessum nýjasta Yakuza leik fara leikmenn í hlutverk Kiryu sem er nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa afplánað þriggja ára dóm. Stuttu eftir að hann sleppur út kemst hann að því að dóttir hans er týnd og þarf hann að svífast einskis til að finna hana aftur. Leikurinn er fjölbreyttur og samanstendur af hasaratriðum, slagsmálum, helling af mini leikjum og margt fleira.

PEGI 18

7.999kr
Uppselt

Nintendo LABO: Robot Kit (Toy-Con 02)

Nintendo Labo er ný og skapandi leið til þess að spila tölvuleiki. Með þessu stór skemmtilega Robot Kit býrðu til og verður þinn eiginn risa róbot! Þegar setur saman bakpoka, hjálm og skó sem þú klæðir þig í og á skjánum birtist risa róbot sem þú stjórnar með líkamanum. Róbotinn getur eyðilagt byggingar og bíla, hlaupið um og jafnvel flogið! Ef vinur þinn á líka Robot Kit þá getið þið keppt á móti hvor öðrum og séð hver er besti róbotinn! 

12.999kr
Setja í körfu

Xbox One: Assassin's Creed: Origins

Assassin's Creed: Origins gerist í Egyptalandi hinu forna og sem frelsishetjan Bayek muntu m.a. hitta Ptolemajors faraó, Kleópötru og Julíus Cesar. Leikurinn inniheldur nýtt bardagakerfi, stórfenglega veröld forn-Egyptalands og nýtt grunnverkefni: að komast að uppruna Bræðralagsins.

10.999kr
Setja í körfu

PS4: Far Cry 5 - Gold Edition

Velkomin(n) til Hope-sýslu í Montana þar sem dómsdagssöfnuður sem nefnist The Project at Eden’s Gate hefur haldið samfélaginu í heljargreipum, heft frelsi íbúanna og myrt marga þeirra. Þitt hlutverk er að bjóða leiðtoga safnaðarins, Joseph Seed, byrginn, leiða uppreisn gegn honum og mönnum hans og frelsa samfélagið úr greipum þeirra í eitt skipti fyrir öll. Í hinum risastóra opna heimi verða þér engin takmörk sett í baráttunni önnur en þau að þú þarft ávallt að hafa augun opin og vera viðbúin(n) árásum úr óvæntri átt

 

- Óþrjótandi spilunarmöguleika. Spilaðu leikinn á eigin vegum eða kallaðu á aðstoð annarra spilara ... eða fáðu atvinnumenn til aðstoðar. Þú mátt vera viss um að það verður enginn skortur á öflugum vopnum og möguleikum í Far Cry 5.

 

- Öflugri gervigreind. Þegar þú gerir árás þá gera liðsmenn Josephs árás til baka, um það máttu vera viss. Og eftir því sem þú verður beittari og betri í þínum aðgerðum því öflugri verða þeir í vörninni og gagnárásum.

 

- Víðlendustu veröld sem sést hefur í Far Cry-seríunni til þessa. Hvort sem þú læðist, gengur, hleypur, ekur eða flýgur þá er ekkert svæði í hinni opnu veröld lokað fyrir þér. Farðu hvert sem þú vilt hvenær sem þú vilt og ekki klikka á að renna fyrir fisk eða afla þér annarrar villtrar fæðu!

 

- Gold Edition inniheldur meira ! Þessi útgáfa inniheldur leikinn og season passa sem og 3 DLC pakka, Hours of Darkness, Dead Living Zombies & Lost on Mars.

13.999kr
Setja í körfu

Xbox One: Sea of Theives

Þarf að hafa virka Xbox Live Gold áskrift til að spila þennan leik.

PEGI 12

 

7.999kr
Setja í körfu

Nintendo LABO: Variety Kit (Toy-Con 01)

Nintendo LABO er ný og skapandi leið til að spila tölvuleiki. Þú býrð til og setur saman áhöldin sem þú notar í hverjum leik fyrir sig. Pakkinn samanstendur af 28 pappaspjöldum, límmiðum, svömpum, snærum og teygjum.

Það sem þú getur búið til með þessu Variety Kit er:

- Fjarstýrða bíla sem geta t.d. séð í myrkri! Ef þú átt tvö pör af Joy Cons þá getur þú búið til tvo bíla og keppt við vin!

- Veiðistöng með snæri sem þú festir við skjáinn og veiðir allskyns framandi fiska!

- Toy con hús sem inniheldur lítið tölvudýr sem þú getur gefið að borða, hugsað um og leikið við.

- Mótorhjól sem þú getur notað til að keppa í kappakstri og einnig lítið mótorhjól sem þú getur haldið á og stýrt.

- síðast en ekki síst getur þú búið til þinn eigið píano. Það fylgja með allskyns aukahlutir til þess að stilla píanóið eins og þér hentar, svo getur þú spilað og tekið upp þitt eigið meistaraverk. Vertu þinn eiginn hljómsveitar stjóri og notaðu stafinn til að hægja og hraða á tónlistinni.

10.999kr
Setja í körfu

PS4: Dark Souls Remastered

Endurupplifðu einn besta leik allra tíma í glænýrri og uppfærðri útgáfu. Dark Souls var tímamótaleikur sem hafði áhrif á fjölmarga hlutverkaleiki sem á eftir honum komu. Nú hefur Dark Souls verið færður í HD grafík og keyrir grafíkin á 60 römmum á sekúndu. Í pakkanum er leikurinn sjálfur og aukapakkinn Artorias of the Abyss.

Image removed.

4.999kr
Setja í körfu

PS4: God of War

Þá er komið að nýju upphafi fyrir Kratos í God of War á PlayStation 4.  Leikurinn er gerður af Santa Monica Studios og er Cory Barlog við stjórnvölinn.  Kratos þarf að þessu sinni að vaða um áður óþekktar slóðir, takast þar á við óvæntar uppákomur og fá annað tækifæri til að standa sig sem faðir.  Í leiknum God of War fylgjumst við með Kratos og syni hans Atreus þar sem þeir fara um villilendur norrænar goðafræði og ganga frá flestum sem á vegi þeirra verða.

 

Leikurinn inniheldur

 

  • Nýtt upphaf – Eftir að hafa sigrað guðina á Olympusfjalli fer Kratos á fund við guði norrænnar goðafræði og þeirra skrímsla sem þar eru á meðal.

 

  • Ný tækifæri – Kratos fær annað tækifæri til að sanna sig sem faðir, en í leiknum er með honum sonur hans Atreus.

 

  • Nýtt bardagakerfi – Í leiknum komast leikmenn nær hasarnum en áður og hafa meiri möguleika á að berja á óvinunum.  Auk þessa verður Kratos með ný vopn og hæfileika til að láta til sín taka.
7.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

Switch: Mario Kart 8 Deluxe

Leggðu í hann með þessari frábæru Ninteno Switch útgáfu af Mario Kart 8 og spilaður hvar sem er, hvenær sem er! Farðu í kappakstur við vini þína eða kepptu við þá í "battlemode" á nýjum og endurbættum brautum. Hægt er að spila allt að 4 saman þegar spilað er í sjónvarpi en 8 saman þegar spilað er í gegnum netið.

 

Í leiknum eru allar brautirnar sem voru í Wii U útgáfunni og þar á meðal allt aukaefni sem kom út fyrir leikinn. Í leiknum eru líka nokkrar nýjar brautir og 3 nýjir bílar! Einnig láta nokkrir nýjir og gamlir karakterar sjá sig eins og Inklings úr Splattoon, King Boo, Dry Bones og Bowser Jr! Í Mario Kart 8 á Switch er líka nýr fítus sem kallast "smart steering" sem auðveldar nýjum og ungum spilurum að stýra og halda bílnum sínum á brautinni svo allir geti haft gaman af þessum frábæra leik!

8.999kr
Uppselt
UPPSELD

PS4: Hitman - Definitive Edition

7.999kr
Uppselt