Faðmið að ykkur myrkrinu í nýjasta Dark Souls leiknum. Framleiðandinn From Software lofar einstaklega epískri för um sviðna jörð á miðöldum þar sem hvergi er óhullt. Yfir heiminum liggur myrk og þung þoka sem boðar aðeins illt. Hér ertu í félagsskap skrímsla og óvætta, sem sækjast öll eftir að myrða leikmanninn á för hans.

 

Souls serían hefur státað sig af því að vera einstaklega erfið og þurfa leikmenn að gíra sig upp fyrir krefjandi spilun sem þarfnast gríðarstóra bronshreðja. Þrátt fyrir það, eða jafnvel í kjölfarið af, þá hefur serían fengið einróma lof hingað til og halda gagnrýnendur varla vatni yfir 3. leiknum.

 

Leikurinn býst við því að þú getir ekki unnið hann, sýndu að það sé rangt.

Verð:8.999kr
UPPSELT, hægt er að hafa samband við gamestodin@gamestodin.is