Fifa hefur aldrei litið svona vel út!
Graffíkin hefur verið bætt verulega, völlurinn og staðsetning er raunverulegri og breytist eftir því hvar þú ert að spila í heiminum. Ein af stærstu breytingunum er ekki hvernig hann lítur út heldur hvernig leikurinn spilast. Allar hreyfingar og persónuleiki spilara hafa fengið mun meira flæði og líta mikið betur út. Stærð og persónuleiki leikmanna skipta máli og hafa áhrif á spilun leiks. Ólíkt fyrri leikjum þá spilast Fifa 18 ramma fyrir ramma svo það skapast minna lagg á milli hreyfinga og fjarstýringar.
Hin fornfræga sería Pro Evolution Soccer heldur áfram að þróast, en leikurinn lítur ótrúlega vel út og spilast í takt við það. Fleiri lið hafa bæst við leikinn og fá leikmenn tækifæri á að stýra David Beckham og spretthlauparanum Usain Bolt. Spilun leiksins hefur verið tekin í gegn og er nú auðveldara að skýla boltanum fyrir sterkari leikmönnum, auðveldara að rekja hann upp völlinn og koma honum í markið. Fjölmargir nýir spilunarmöguleikar munu einnig líta dagsins ljós sem mun gera Pro Evolution Soccer 2018 að spennandi kosti í flokki fótboltaleikja.
Einn vinsælasti íþróttaleikur síðustu ára er hér mættur í glænýrri útgáfu þar sem áhersla er lögð á að bæta raunveruleikastig leiksins. Þetta er leikurinn sem flestir leikmenn NBA deildarinnar spila og fylgjast vel með hvaða tölur þeir eru með í leiknum. Grafík leiksins hefur verið bætt enn meira og fjölmargir nýir spilunarmöguleikar, nýr söguþráður og fjölmörg klassísk NBA lið.
Í Lego Batman 3 slæst Batman í lið með öðrum ofurhetjum úr DC heiminum til að stöðva hinn illa Brainiac frá því að eyða jörðinni.