PS4 Leikir

PS4: Final Fantasy XV - Royal Edition

Hér er þessi stórbrotni leikur tekinn ennþá lengra með svokallaðri Royal útgáfu sem inniheldur alla aukapakka, nýja möguleika og margt fleira.

PEGI 16

6.999kr
Setja í körfu

PS4: Frantics (PlayLink)

Einn mesti partíleikur ársins er mættur í PlayLink seríunni. Þar sem leikmenn nota snjallsímann eða spjaldtölvuna til að stýra hasarnum.

 

Frantics er fullur af litlum leikjum sem margir geta spilað saman og er málið að standa uppi sem sigurvegari.

2.999kr
Setja í körfu

PS4: Barvo Team VR

Glænýr skotleikur fyrir PlayStation VR græjuna. Hér lenda leikmenn í því að vera umkringdir hættum í landi sem er að liðast í sundur. Eina markmiðið er að lifa af. Hér fá leikmenn að upplifa adrenalínið sem fylgir því að taka þátt í bardögum, auk þess sem leikmenn þurfa að taka taktískar ákvarðanir á augnabliki.

4.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Sword Art Online: Fatal Bullet

Slagsmála- og hasarleikur byggður á Sword Art sögunum. Hér geta leikmenn valið mismunandi vopn og bardagastíla til að ná á toppinn.

9.999kr
Uppselt

PS4: Far Cry 5 - Father Edition

Velkomin(n) til Hope-sýslu í Montana þar sem dómsdagssöfnuður sem nefnist The Project at Eden’s Gate hefur haldið samfélaginu í heljargreipum, heft frelsi íbúanna og myrt marga þeirra. Þitt hlutverk er að bjóða leiðtoga safnaðarins, Joseph Seed, byrginn, leiða uppreisn gegn honum og mönnum hans og frelsa samfélagið úr greipum þeirra í eitt skipti fyrir öll. Í hinum risastóra opna heimi verða þér engin takmörk sett í baráttunni önnur en þau að þú þarft ávallt að hafa augun opin og vera viðbúin(n) árásum úr óvæntri átt

 

- Óþrjótandi spilunarmöguleika. Spilaðu leikinn á eigin vegum eða kallaðu á aðstoð annarra spilara ... eða fáðu atvinnumenn til aðstoðar. Þú mátt vera viss um að það verður enginn skortur á öflugum vopnum og möguleikum í Far Cry 5.

 

- Öflugri gervigreind. Þegar þú gerir árás þá gera liðsmenn Josephs árás til baka, um það máttu vera viss. Og eftir því sem þú verður beittari og betri í þínum aðgerðum því öflugri verða þeir í vörninni og gagnárásum.

 

- Víðlendustu veröld sem sést hefur í Far Cry-seríunni til þessa. Hvort sem þú læðist, gengur, hleypur, ekur eða flýgur þá er ekkert svæði í hinni opnu veröld lokað fyrir þér. Farðu hvert sem þú vilt hvenær sem þú vilt og ekki klikka á að renna fyrir fisk eða afla þér annarrar villtrar fæðu!

 

- Takmarkað magn ! Far Cry 5 Father Edition inniheldur styttu af The Father, standard útgáfu af leiknum, stálbox, tónlistina úr leiknum, kort af Hope County að auki koma 2 aukapakkar með (Digital Deluxe Pack & The Doomsday Prepper Pack).

16.999kr
Setja í körfu

PS4: Far Cry 5 - Gold Edition

Velkomin(n) til Hope-sýslu í Montana þar sem dómsdagssöfnuður sem nefnist The Project at Eden’s Gate hefur haldið samfélaginu í heljargreipum, heft frelsi íbúanna og myrt marga þeirra. Þitt hlutverk er að bjóða leiðtoga safnaðarins, Joseph Seed, byrginn, leiða uppreisn gegn honum og mönnum hans og frelsa samfélagið úr greipum þeirra í eitt skipti fyrir öll. Í hinum risastóra opna heimi verða þér engin takmörk sett í baráttunni önnur en þau að þú þarft ávallt að hafa augun opin og vera viðbúin(n) árásum úr óvæntri átt

 

- Óþrjótandi spilunarmöguleika. Spilaðu leikinn á eigin vegum eða kallaðu á aðstoð annarra spilara ... eða fáðu atvinnumenn til aðstoðar. Þú mátt vera viss um að það verður enginn skortur á öflugum vopnum og möguleikum í Far Cry 5.

 

- Öflugri gervigreind. Þegar þú gerir árás þá gera liðsmenn Josephs árás til baka, um það máttu vera viss. Og eftir því sem þú verður beittari og betri í þínum aðgerðum því öflugri verða þeir í vörninni og gagnárásum.

 

- Víðlendustu veröld sem sést hefur í Far Cry-seríunni til þessa. Hvort sem þú læðist, gengur, hleypur, ekur eða flýgur þá er ekkert svæði í hinni opnu veröld lokað fyrir þér. Farðu hvert sem þú vilt hvenær sem þú vilt og ekki klikka á að renna fyrir fisk eða afla þér annarrar villtrar fæðu!

 

- Gold Edition inniheldur meira ! Þessi útgáfa inniheldur leikinn og season passa sem og 3 DLC pakka, Hours of Darkness, Dead Living Zombies & Lost on Mars.

13.999kr
Setja í körfu

PS4: Far Cry 5

Velkomin(n) til Hope-sýslu í Montana þar sem dómsdagssöfnuður sem nefnist The Project at Eden’s Gate hefur haldið samfélaginu í heljargreipum, heft frelsi íbúanna og myrt marga þeirra. Þitt hlutverk er að bjóða leiðtoga safnaðarins, Joseph Seed, byrginn, leiða uppreisn gegn honum og mönnum hans og frelsa samfélagið úr greipum þeirra í eitt skipti fyrir öll. Í hinum risastóra opna heimi verða þér engin takmörk sett í baráttunni önnur en þau að þú þarft ávallt að hafa augun opin og vera viðbúin(n) árásum úr óvæntri átt

 

- Óþrjótandi spilunarmöguleika. Spilaðu leikinn á eigin vegum eða kallaðu á aðstoð annarra spilara ... eða fáðu atvinnumenn til aðstoðar. Þú mátt vera viss um að það verður enginn skortur á öflugum vopnum og möguleikum í Far Cry 5.

 

- Öflugri gervigreind. Þegar þú gerir árás þá gera liðsmenn Josephs árás til baka, um það máttu vera viss. Og eftir því sem þú verður beittari og betri í þínum aðgerðum því öflugri verða þeir í vörninni og gagnárásum.

 

- Víðlendustu veröld sem sést hefur í Far Cry-seríunni til þessa. Hvort sem þú læðist, gengur, hleypur, ekur eða flýgur þá er ekkert svæði í hinni opnu veröld lokað fyrir þér. Farðu hvert sem þú vilt hvenær sem þú vilt og ekki klikka á að renna fyrir fisk eða afla þér annarrar villtrar fæðu!

10.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Under Night in Birth

Hér sameinast bestu partarnir úr Street Fighter og BlazBlue.

Slagsmálaleikur sem er einfaldur að vaða í, en á sama tíma með mikla dýpt.

5.999kr
Uppselt

PS4: Superhot VR

Hér þurrkast út línurnar á milli þess að fara varlega og berjast áfram í brjáluðum skotbardögum. Superhot  VR er einn besti fyrstu persónu skotleikur sem til er í VR, en tíminn líður aðeins þegar þú hreyfir þig. Í leiknum er ekkert til sem heitir aukalíf eða auka skotfæri sem hefur verið komið fyrir hér og þar. Í Superhot VR er það bara þú á móti helling af óvinum,
eina leiðin til að ná í meira af skotfærum er að taka þau af látnum óvinum.

2.999kr
Setja í körfu

PS4: Secret of Mana

Þessi leikur var upphaflega gefinn út árið 1993 og var þá talinn einn besti hlutverkaleikur allra tíma. Secret of Mana veður með leikmenn í ævintýri sem er uppfullt af hasar. Leikmenn fara í hlutverk Randi sem þvælist um með tveimur félögum sínum, Primm og Popoi og er verkefnið þeirra að berjast við hið illa og koma heiminum í samt lag.

4.499kr
Setja í körfu

PS4: Metal Gear: Survive

Hér er á ferðinni fjögurra manna co-op leikur sem gerist beint eftir atburði Metal Gear Solid V: Ground Zeroes.

 

Leikmenn fá í hendurnar helling af nýjum vopnum og þurfa að berjast við kvikindi sem eiga ættir sínar að rekja til uppvakninga. Öðruvísi hasarleikur þar sem leikmenn þurfa að gera allt til að halda lífi.

4.999kr
Setja í körfu

PS4: The Inpatient

Leikurinn gerist 60 árum áður en atburðir leikjarins Until Dawn áttu sér stað, en The Inpatient er sálfræði hryllingsleikur sem gerist á Blackwood Pines geðveikraspítalanum.
Leikmenn vakna inná spítalanum, minnislausir og vita ekkert hvað er í gangi.

Leikmenn stýra leiknum með VR græjunni og geta talað við persónur leiksins með sérstakri tækni sem nemur rödd og skilur nokkur orð.

5.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Seven Deadly Sins: Knights of Britannia

Hér þurfa leikmenn að safna saman hin sjö dauðlegu syndum og berjast til að bjarga konungsdæminu Lioness. Leikurinn er byggður á samnefndum Manga teiknimyndum og inniheldur leikurinn fjölmörg ævintýri og alla helsu og minnisstæðustu bardaga seríunnar.

5.999kr
Uppselt

PS4: Shadow of the Colossus

Í Shadow of Colossus fara leikmenn í hlutverk hetju sem hefur það markmið að endurlífga einstaka stúlku, en í veginum standa 16 risavaxin kvikindi. Leikmenn þurfa að þeysast um landsvæði leiksins og finna hvert kvikindi fyrir sig og fella það. Shadow of Colossus er blanda af platformleik, þrautum, hasar og flottri grafík.

 

En leikurinn kom fyrst út á PlayStation 2 og hefur verið gerður frá grunni að þessu sinni fyrir PlayStation 4.

4.999kr
Setja í körfu

PS4: UFC 3

Í þessum nýjasta UFC leik er mikil áhersla lögð á raunveruleikar hreyfingar, en leikurinn skartar svokallaðri Real Player Motion Tech. Með þeirri tækni eru hreyfingar  bardagakappanna og kvennanna meira flæðandi og mjög líkar því sem eru í alvöru bardögum. Hvert högg, spark, blokkering og gagnárásir hafa verið gerðar frá grunni til að skapa
bestu bardagaupplifun sem sést hefur í seríunni. Auk þessa skartar leikurinn núna G.O.A.T. Career möguleika þar sem leikmenn geta búið til sinn eigin bardagakappa, fylgt honum í gegnum ferilinn og skiptir þar jafn miklu það sem gerist innan bardagabúrsins og utan.

 

Gunnar Nelson er meðal bardagakappa í leiknum.

10.999kr
Setja í körfu

PS4: Dragon Ball FigherZ

Glænýr slagsmálaleikur í Dragon Ball seríunni. Leikurinn hentar vel öllum aldurshópum og inniheldur allar helstu persónur Dragon Ball heimsins.

9.999kr
Setja í körfu

PS4: Monster Hunter World

Monster Hunter World er nýjasti leikurinn í þessari stórbrotnu seríu sem þegar hefur selst í meira en 40 milljónum eintaka. Monster Hunter World inniheldur algjörlega opinn heim sem skartar sínu eigin vistkerfi þar sem hinar ýmsu plöntu- og dýrategundir eru til staðar. Leikmenn fara í hlutverk veiðimanns sem leitar uppi og drepur illvíg kvikindi í æsispennandi
bardögum. Í þessum nýja leik geta leikmenn farið einir og sér á veiðar eða í hópi með allt að þremur öðrum.

9.999kr
Setja í körfu

PS4: Digimon Cyber Sleuth Hakcers Memory

Hér þurfa leikmenn að „hakka“ sig í átt að sannleikanum. Keisuke Amazawa er sakaður um morð sem hann framdi ekki og til að sanna sakleysi sitt þarf hann að dýfa sér inní hinn stafræna heim og rannsaka málið.

8.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Railway Empire

Árið er 1830 og verkefnið er að setja á laggirnar fullkomnasta lestarkerfi í Norður Ameríku. Í Railway Empire fá leikmenn tækifæri til að kaupa fleiri tugi mismunandi lesta, leggja teina, byggja þjónustubyggingar, verksmiðjur og skemmtun fyrir ferðamenn sem taka lestirnar.

 

Leikmenn þurfa líka að ráða og reka starfsfólk og setja sig inní allar hliðar rekstursins.

7.999kr
Uppselt

PS4: ELEX

 

4.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Street Fighter V - Arcade Edition

Ný útgáfa af Street Fighter V sem inniheldur allt sem var í upphaflegu útgáfunni ásamt fjölda nýrra aukahluta. Þar á meðal eru nýir spilunarmöguleikar, nýjungar í spilun og meira aukaefni.

5.999kr
Uppselt