40 glæný lög til að dansa við, allt frá því nýjasta og heitasta laginu í dag til laga fyrir alla fjölskylduna, m.a. "How far I'll Go" úr Disney kvikmyndinni Vaiana (Moana).
Pakki sem inniheldur 2 leiki sem hafa verði margverðlaunaðir um allan heim.
Í flestum ævintýra- og hlutverkaleikjum geta leikmenn heimsótt hinar ýmsu búðir til að kaupa vopn og hina ýmsu hluti. Í Shoppe Keep fá leikmenn tækifæri á að hanna og reka slíka verslun.
Fifa hefur aldrei litið svona vel út!
Graffíkin hefur verið bætt verulega, völlurinn og staðsetning er raunverulegri og breytist eftir því hvar þú ert að spila í heiminum. Ein af stærstu breytingunum er ekki hvernig hann lítur út heldur hvernig leikurinn spilast. Allar hreyfingar og persónuleiki spilara hafa fengið mun meira flæði og líta mikið betur út. Stærð og persónuleiki leikmanna skipta máli og hafa áhrif á spilun leiks. Ólíkt fyrri leikjum þá spilast Fifa 18 ramma fyrir ramma svo það skapast minna lagg á milli hreyfinga og fjarstýringar.
The Journey með Alex Hunter heldur áfram í sex köflum og getur maður núna spilað sem fleiri karakterar og einnig farið í local multiplayer
Vandaður hlutverkaleikur með stórbrotnum söguþræði þar sem hefndin er í fyrirrúmi. Hér þurfa leikmenn að skipuleggja öfluga bardaga í leik sem minnir á skák.
Leikmenn fara hér í hlutverk Erina, en hún er krúttleg kanína sem á dularfullan hátt breytist í manneskju. Leikmenn þurfa að verjast óvinum með risastórum hamri.
Heimur leiksins er fullur af leyndarmálum sem leikmenn þurfa að uppgötva, en hér er á ferðinni 2D hopp og skoppleikur.
Helstu persónur leiksins Senran Kagura eru hér mættar aftur til leiks. Nú er skólinn búinn og við blasir sumarfrí. Þetta sumarið er haldin dularfull keppni þar sem barist er með vatnsbyssum.
Leikur byggður á metsölubók Ken Follet, Pillars of the Earth. Hér er sagan endursögð á gagnvirkan hátt. Leikmenn fara í hlutverk Jack, Aliena og Philip og geta breytt gangi bókarinnar með því að skoða sig um, taka ákvarðanir og taka þátt í samtölum.
Framhaldið af hinum margverðlaunaða leik Project Cars, en sá leikur var gerður af áhugamönnum um tölvuleiki og bíla. Þessi áhugi skilaði sér í einum besta bílaleik seinni tíma. Í Project Cars 2 eru hátt í 200 mismunandi bílar frá 38 bílaframleiðendum og eru brautir leiksins 46 talsins. Auk þessa er leikurinn keyrður áfram á glænýrri grafíkvél þar sem veðurfar getur haft mikil áhrif og einnig hver árstíðin er.
Leikurinn er sérhannaður fyrir e-sports.
NHL 18 inniheldur hraðann, spennuna og hasarinn sem fylgir íshokkí íþróttinni. Að þessu sinni hefur bæði sóknar- og varnarleikurinn verið tekinn í gegn til að tryggja betri spilun. Einnig geta leikmenn spilað 3 á móti 3 í leiknum sem hentar vel fyrir gott leikjapartí. Grafík leiksins hefur verið uppfærð og ljóst að ísinn hefur aldrei litið betur út.