PS4 Leikir

PS4: Constructor

Constructor er byggingarleikur í líkingu við Sim City nema í þessum gerirðu ALLT til að byggja borgina þína og fá gróða. Þú kemst ekki á toppinn nema að rífa nokkra aðra niður í leiðinni. Þú getur gert allskyns díla við óhugnanglegar persónur til þess að tryggja borginni þinni velgengni.

Constructor er endurgerð af samnefndum leik sem kom út fyrir PC árið 1997.

9.999kr 3.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: The Elder Scrolls Online: Morrowind

Farðu aftur til Morrowind í þessari frábæru viðbót við Elder Scrolls Online heiminn. Morrowind er á leið í rúst því Deadric guðir hafa lagt landsvæðið undir sig og það er undir þér komið að bjarga málunum. Yfir 30 tímar af nýju efni. Fyrri leikurinn, Elder Scrolls Online fylgir.

9.999kr
Uppselt

PS4: WipEout Omega Collection

Wipeout leikirnir hafa fylgt Playstation vélunum síðan 1995 og er hér kominn frábær leikur fyrir nýjustu vélina. Wipeout eru þekktir fyrir leifturhraða spilun, einstöku tónlist og fjölspilunar brjálæði. Þessi nýi gefur ekkert eftir og hefur fengið frábæra dóma. Þessi frábæri leikur skartar 26 brautum, 46 skipum og nýja og gamla klassíska tónlist eins og wipeout einum er lagið. Núna er tíminn fyrir gamla wipeout snillinga að koma úr felum!

5.999kr
Setja í körfu

PS4: Star Trek Bridge Crew VR

7.999kr
Setja í körfu

PS4: Dirt 4 - Day One Edition

9.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Rime

6.999kr
Uppselt
UPPSELD

PS4: MXGP3

9.999kr
Uppselt
UPPSELD

PS4: Tekken 7

Tekken serían heldur uppá 20 ára afmæli sitt með því að gefa út leik sem er næsta stig í þróun slagsmálaleikja. Tekken 7 leitar aftur í ræturnar þegar kemur að spilun og er aðaláherslan lögð á 1 á móti 1 bardaga. Leikurinn skartar stórbrotnum söguþræði þar sem áherslan er á valdabaráttu meðlima Mishima klíkunnar. Leikurinn er keyrður áfram af Unreal grafíkvélilnni og setur hann ný viðmið þegar kemur að grafík í slagsmálaleikjum, en allar persónur leiksins eru gerðar með mikilli nákvæmni og umhverfin sem slegist er í eru engu lík. Í leiknum eru fjölmargir bardagakappar bæði nýir og gamlir.

9.999kr
Uppselt

PS4: Persona 5

Persona 5 er frábært meistaraverk og er á toppnum yfir bestu PS4 leiki ársins enn sem komið er! Þú ferð í hlutverk stráks sem hefur verið ranglega dæmdur fyrir ofbeldisverk og er sendur í annan bæ til að búa hjá ókunnugum manni og fara í nýjan skóla. Bráðum byrja undarlegir atburðir að gerast og þú þarft að lifa tvöföldu lífi, annars vegar fara í skólann, fara á veitingastaði, skoða borgina, fara að veiða eignast vini og byggja upp góð sambönd, fá þér vinnu, eignast kærustu og allskyns eðlilega hluti, hinsvegar þarftu að rannsaka þessa furðulegu atburði og komast að því hver er á bakvið þá, til þess ferðu inn í annan heim þar sem þú þarft að takast á við allskyns skrímsli og breyta hjörtum fólks svo það hætti að brjóta af sér.

Persona 5 er agjör perla og getur þú alfarið ráðið hvernig þú vilt úthluta tímanum og takast á við hvert verkefni. Leikurinn er yfir 100 tímar í spilun og skartar einum besta söguþræði sem sést hefur. Þetta er leikur sem þú getur spilað aftur og aftur og alltaf lært eitthvað nýtt, þú vilt ekki missa af þessum.

 

9.999kr
Setja í körfu

PS4: Crash Bandicoot N-Sane Trilogy

Uppáhaldið okkar, Crash Bandicoot, er mættur aftur í glæsilegri endurútgáfu þar sem þrír Crash Bandicoot leikir hafa verið endurgerðir á ótúlegan hátt.  Grafíkin er allt önnur, spilunin hefur verið bætt og tónlistin keyrð upp.  Nú geta leikmenn hoppað, skoppað, snúið sér og hlaupið um sem aldrei fyrr, en leikjapakkinn inniheldur leikina Crash Bandicoot, Crash Bandicoot 2: Cortex Strikes Back og Crash Bandicoot: Warped.  Endurlifðu öll uppáhalds Crash augnablikin þín í uppfærðri grafík með þessum magnaða pakka.

 

Leikurinn inniheldur:

  • 3 Crash Bandicoot leiki
  • Uppfærða grafík, spilun og tónlist
4.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Portal Knights

Magnaður hlutverka- og uppbyggingaleikur í anda Minecraft. Leikmenn geta búið til sína eigin persónur, byggt upp sína eigin heima og barist við allskyns kvikindi.

4.499kr
Uppselt

PS4: The Surge

Leikurinn gerist í fjarlægri framtíð þar sem jörðin er komin að endalokum. Þeir sem eru enn á lífi búa í þéttsetnum borgum og þurfa að gera allt til að draga fram lífið. Tækni og tölvur hafa tekið yfir flest störf og framtíðin allt annað en björt. Hér er á ferðinni hlutverkaleikur frá þeim sömu og gerðu Lords of the Fallen.

7.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Farpoint VR

Farpoint er ótrúlegt geimævintýri sem gerist á óvinveittri plánetu, en leikurinn er sérstaklega gerður fyrir sýndarveruleika (VR). Leikmenn fá það verkefni að sækja vísindamenn sem hafa verið að rannsaka undarlega hluti nálægt Júpíter. Skyndilega opnast rifa sem sogar þig, vísindamennina og geimstöðina þeirra yfir í óþekkta veröld þar sem allskyns óvinveittar geimverur ráða ríkjum.

3.999kr
Uppselt
UPPSELD

PS4: Outlast Trinity

Öll Outlast serían saman í pakka. Outlast 1, Outlast Whistleblower og Outlast 2. Ef þú ert hrifin/nn af hrollvekjum máttu ekki missa af þessum leik.

7.999kr
Uppselt
UPPSELD

PS4: Dreamfall Chapters

 

6.999kr
Uppselt
UPPSELD

PS4: Dragon Quest Heroes 2 - Explorer Edition

Stórbrotinn hasar- og hlutverkaleikur þar sem leikmenn geta vaðið um risavaxið landssvæði og barist þar við allskyns kvikindi. Allt að fjórir geta spilað leikinn saman í sérstöku co-op möguleika.

Í þessari Explorer útgáfu fylgja 15 bónus hlutir sem hægt er að hlaða niður.

7.999kr
Uppselt

PS4: Injustice 2

Injsutice 2 heldur áfram í heiminum sem leikmenn kynnust í Injustce: Gods Among Us, þar sem Batman and samherjar hans reyna að koma samfélaginu aftur saman á meðan þeir eiga þeir baráttu við þá sem vilja koma lög og reglu á undir stjórn Superman.

 

Leikmenn geta valið um enn fleiri persónur úr DC heiminum allt frá Batman, Superman, Supergirl og Aquaman til illmennina Atrocious og Gorilla Grodd og barist í þekktum stöðum úr DC heiminum eins og Metropolis, Gotham City og Atlantis.

11.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Prey

11.999kr
Uppselt
UPPSELD

PS4: ATV Renegades

5.999kr
Uppselt

PS4: Valhalla Hills

Í þessum leik fara leikmenn í hlutverk Leko sem er elsti sonur Óðins. Markmiðið er að byggja upp víkingasamfélag og gera það vel búið til að varna árásum.

4.999kr
Setja í körfu

PS4: Call of Duty: WWII

Í ár snýr Call of Duty serían aftur til uppruna síns og gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Leikmenn reka á land í Normandy á D-deginum og þurfa svo að berjast í gegnum vígvelli Evrópu í mörgum af eftirminnilegustu atburðum stríðsins. Hér fá leikmenn að upplifa klassíska Call of Duty spilun, sterk vináttubönd og hversu miskunarlaust stríð getur verði
þegar barist er gegn heimsveldi sem ætlar sér að breyta heiminum í einræði.


Call of Duty WWII inniheldur 3 mismunandi spilunarmöguleika: Söguþráð, netspilun og co-op spilun. Leikurinn skartar ótrúlegri grafík og endurskapar þekktustu vígvelli stríðsins.

9.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: NieR: Automata - Limited Edition

Mannkynið hefur verið hrakið af Jörðinni af vélrænum verum frá öðrum heimi. Í loka tilraun til að endurheimta plánetina sendir mannkynið flokk vélrænna hermanna til jarðar til að útrýma verunum. Nú stendur yfir stríð mannkyns og véla, stríð sem gæti afhjúpað löngu gleymdan sannleika heimsins.

Nier Automata hefur fengið frábæra dóma frá gagnrýnendum um allan heim fyrir flotta sögu og fallegan heim. Mjög sérstakur og áhugaverður leikur sem skilur margt eftir sig.

Nier Automata limited edition kemur í flottu stálboxi og fylgir með Digital Bonus efni: Retro Grey Pod Skin, Retro Red Pod Skin, Play System Pod Skin, Cardboard Pod Skin, Grimoire Weiss Pod, Machine Mask Accessory


8.999kr
Uppselt

PS4: Bulletstorm - Full Clip Edition

Stígðu í skó Gayson Hunt eftir að hann brotlendir á yfirgefna ferðamanna plánetu. Hann þarf að taka erfiða ákvörðun, lifa af eða hefna sín. Blind þrá Graysons til hefndar á fyrrum meðlims leynimorðingjahópsins "Dead Echo" er ástæða þess að hann og lið hans brotlendu á plánetunni Stygia. Hann á erfitt val, hefna sín eða koma liði sínu lifandi af plánetunni.
 

Þetta er endurgerð af Bulletstorm sem kom út árið 2011 en búið er að taka graffíkina verulega í gegn og bæta ýmsum nýjungum í leikinn.

7.999kr
Setja í körfu