PS4 Leikir

PS4: Nioh

Í Nioh fara leikmenn í hlutverk William, en hann er svakalegur bardagakappi sem lætur sverðið tala fyrst og fremst. Sögusviðið er Japan til forna, en landið er stríðshrjáð og fullt af djöflum. Þessar aðstæður er veisla fyrir okkar mann, en hann þarf að berjast við svokallaða Yokai djöfla sem eru við hvert fótspor. Auk þess að díla við djöfla þarf William að berjast við aðra samurai hermenn, en leikurinn þykir gríðarlega erfiður og hefur verið líkt við Dark Souls leikina.

9.999kr
Setja í körfu

PS4: Abzu

Frá þeim sem gerðu leikina Journey og Flower dettur inn Abzu, einstaklega fallegt neðansjávar ævintýri. Leikmenn geta kannað dularfull undirdjúpin þar sem leynast fleiri hundruð tegundir af allskyns kvikindum.

3.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Naruto Shippouden: Ultimate Ninja Storm 4 - Road to Boruto

Seinasti leikurinn í Naruto seríunni, inniheldur allt aukaefni og nýjan aukapakka Road to Boruto sem fjallar um son Naruto og vini hans! Frábær endir á þessari flottu seríu sem aðdáendur Naruto meiga ekki láta framhjá sér fara.

7.999kr
Uppselt

PS4: Driveclub VR

Einn flottasti bílaleikurinn í dag kominn fyrir PlayStation VR græjuna. Taktu upplifunina á næsta stig með Driveclub VR.

3.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Hitman Complete First Season

Leikmenn fara í hlutverk Agent 47 þar sem hann tekur út rándýr skotmörk í þessum magnaða hasarleik. Leikurinn inniheldur meira en 100 klukkutíma af spilun og geta leikmenn ferðast um allan heim og til landa á borð við Frakkland, Morocco,Tæland, Bandaríkin, Japan og Ítalíu. Þú þarft að plana hvernig þú tekur út skotmarkið þitt, hvort þú dulbýrð þig sem einhver, felur þig í skuggunum, setur upp gildrur og svo framvegis!

7.999kr
Uppselt

PS4: Earthlock

Amron lendir óvænt í ferð, þar sem hann og nokkrar ólíklegar hetjur fara til að bjarga heimunum Umbra, fallegum heimi sem hætti að snúast fyrir þúsundum árum síðan. Flottur turn based ævintýraleikur með djúpri sögu og fallegum framandi heim.

 

 

7.999kr
Setja í körfu

PS4: Kingdom Hearts 2.8 Final Chapter Prologue Standard Ed.

Magnaður leikjapakki fyrir aðdáendur Kingdom Hearts leikjanna, en í þessum pakka er nýr kafli sem heitir Kingdom Hearts 0.2 Birth by Sleep, en í honum tengist sagan úr eldri leikjum yfir í Kingdom Hearts 3.

 

Í pakkanum er einnig Kingdom Hearts X sem er kvikmynd sem gefur betri innsýn inní þennan heillandi heim. Síðast en ekki síst er svo endurgerð af Kingdom Hearts Dream Drop Distance.

6.499kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Yakuza 0

Glit og glamúr níunda áratugarins er allsráðandi í Yakuza 0, en leikurinn er forsaga eldri Yakuza leikja og varpar ljósi á hvernig þetta allt saman byrjaði. Leiukrinn er opinn í spilun og geta leikmenn ferðast um litríka heima japönsku mafíunnar þar sem mannslíf er lítils virði.

 

6.999kr
Uppselt

PS4: Resident Evil 7: Biohazard

Í þessum nýjasta leik Resident Evil seríunnar er tekin ný stefna í átt að meiri hrylling en áður hefur þekkst. Leikurinn er spilaður í fyrstu persónu og er hægt að nota PlayStation VR til að auka enn á hryllinginn. 

 

Leikurinn gerist eftir atburði Resident Evil 6 og er sögusviðið yfirgefið sveitasetur í Bandaríkjunum. Við fylgjum Ethan Winters er að leitar að konu sinnu Miu, slóðin lyggur að þessu sveitasetri þar sem hann þarf að takast á við Baker fjölskylduna og öll þau skrímsli sem með þeim búa. 

9.999kr
Setja í körfu

PS4: Gravity Rush 2

Þá er loks komið framhald af leiknum Gravity Rush, en saga leiksins byrjar um leið og saga fyrri leiksins endaði. Söguhetjan Kat snýr hér aftur með alla sína krafta sem hún getur notað til að hafa áhrif á þyngdaraflið.

 

Gravity Rush 2 er algjörlega opinn og frjáls í spilun og er kort leiksins 2.5 sinnum stærra en kortið í fyrri leiknum.

5.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: NHL 17

Nýjasta útgáfan af NHL leiknum frá EA Sports. Það er óhætt að segja að þessi sé einn með öllu, en leikurinn inniheldur fjölmarga nýja spilunarmöguleika ásamt gömlu góðu.

 

Grafíkin keyrir á glænýrri grafíkvél.

10.999kr
Uppselt

PS4: GalGun

Houdai er típískur óvinsæll menntaskólastrákur. Ástarengill skýtur hann óvart með mjög öflugri ástarör og verður Houdai samstundis algjör kvennabósi. En örin hafði aukaverkanir og ef Houdai tekst ekki að finna sína einu sönnu ást fyrir dagslok þá lendir hann í álögum og mun vera einn að eilífu, ekki einusinni fjölskylda hans myndi koma nálægt honum. Houdai kemst að því að það er ekki eins æðislegt og hann hélt að vera Herra vinsæll og þarf hann að hrista af sér allar sætu stelpurnar sem kasta sér á hann til að komast að sönnu ástinni.

8.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Lumo

Skemmtilegur ævintýra- og þrautaleikur sem hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar.

4.499kr
Uppselt
UPPSELD

PS4: Project Cars - Game of the Year Edition

Ný, sérstök útgáfa af Project Cars þar sem fleiri en 50 bílar bætast við leikinn og fleiri brautir bætast við.

9.999kr
Uppselt
UPPSELD

PS4: Mega Man Legacy Collection

Þetta safn inniheldur 6 klassíska Mega Man leiki og Challenge Mode þar sem búið er að breyta borðunum til að gera erfiðara fyrir.

 

Vinsamlegast athugið: Þetta er leikur frá USA, ef það á að ná í aukapakka fyrir leikinn þarf að vera með amerískan PSN reikning.

6.999kr
Uppselt

PS4: Until Dawn - Rush of Blood

Hryllingsleikur fyrir PlayStation VR. Hér fara leikmenn í gegnum draugahús uppfullt af kvikindum.

3.499kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Homefront: Revolution

3.999kr 1.999kr
Uppselt
UPPSELD

PS4: Battleborn

3.999kr 999kr
Uppselt

PS4: Dirt Rally

10.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: Destiny The Collection

Destiny Collection inniheldur alla aukapakka sem hafa komið út fyrir leikinn til dagsins í dag.

 

Þeir eru eftirfarandi

  • Destiny
  • Expansion I: The Dark Below
  • Expansion II: House of Wolves
  • The Taken King
  • Rise of Iron
7.999kr
Uppselt

PS4: Tales from the Borderlands

Frá sköpurum Borderlands heimsins, Gearbox Software, kemur sagan um Rhys og Fionu, tveir félagar sem líka ekki við hvort annað en þurfa að vinna saman til að fara í eitt frábæra ferð.

1.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

PS4: TMNT: Mutants in Manhattan

Berstu með bræðrum þínum neðanjarðar og á götum New York borgar við hinn illa Shredder og Foot by Foot samtökunum.

2.999kr
Uppselt