Xbox One Leikir

UPPSELD

Xbox One: Batman: Arkham Knight

Frá Rocksteady Studios, þeir sömu sem færðu okkur Batman: Arkham Asylum (2009) og Batman: Arkham City (2011) kemur lokakaflinn í þríleiknum, Batman: Arkham Knight.

 

YFIRLIT:

Batman: Arkham Knight rekur endahnútinn á epískan og margverðlaunaðan Arkham-þríleik Rocksteady Studios. Leikurinn er þróaður sérstaklega fyrir nýjustu kynslóð leikjatölva og kynnir til leiks einstaka hönnun Rocksteady á Leðurblökubílnum. Þessi goðsagnakenndi kaggi er stórkostleg viðbót við Arkham-leikjaheiminn, sem hlotið hefur einstakar viðtökur. Nú er hægt að skella sér í hlutverk Leðurblökumannsins og þeysa um göturnar eða svífa á milli húsþaka Gotham-borgar. Í þessum svakalega lokakafla mætir Leðurblökumaðurinn helstu ógn borgarinnar sem hann hefur svarið að vernda, þegar Fuglahræðan snýr aftur til að reyna að sameina ofurillmenni borgarinnar og murka lífið úr Leðurblökumanninn í eitt skipti fyrir öll.

 

SPILUN

Verið Leðurblökumaðurinn: Upplifið Leðurblökumannshlutverkið til fulls í síðasta kafla Arkham-þríleiksins frá Rocksteady. Hlutverk færasta glæparannsóknamanns heims öðlast nýjar víddir með Leðurblökubílnum og viðbótum við þekkta þætti úr fyrri leikjunum, hvort sem um ræðir frjálst flæði í bardaga, laumuspil eða rannsóknir.

 

Leðurblökubíllinn kynntur til sögunnar: Lífi er blásið í Leðurblökubílinn með splunkunýrri og frumlegri hönnun með hátæknilegum stillingum og útbúnaði. Hægt er að aka bílnum um allan leikjaheiminn og breyta honum úr hraðskreiðu tryllitæki í hálfgerða stríðsmaskínu. Þessi víðfrægi bíll er í raun hjarta leikjahönnunarinnar og gerir spilurum kleift að þeysa um göturnar á ótrúlegum hraða til að elta uppi hættulegustu óþokka Gotham-borgar. Bíllinn tekur líka mið af þekktustu eiginleikum Leðurblökumannsins, hvort sem spilarar þurfa að berjast eða leysa gátur, en þannig tókst að skapa ósvikna og óaðfinnanlega tengingu manns og vélar.

 

Epísk endalok Arkham-þríleiksins: Í leiknum brýst út allsherjarstríð í Gotham-borg. Átökin úr Batman: Arkham Asylum, sem þróuðust út í samsærið gegn vistmönnum í Batman: Arkham City, leiða til lokauppgjörs um framtíð Gotham-borgar. Örlög borgarinnar hanga á bláþræði og eru í höndum Fuglahræðunnar sem fær Arkham-riddarann til liðs við sig, en hann er ný persóna í heimi Leðurblökumannsins. Auk þess mæta til leiks margir illræmdir óþokkar eins og Harley Quinn, Mörgæsin, Tvífés og Gátumeistarinn.

 

Skoðið Gotham-borg í heild sinni: Í fyrsta sinn geta spilarar kannað Gotham-borg í heild sinni í opnum leikjaheimi. Svæðið er rúmlega fimm sinnum stærra en í Batman: Arkham City og hugsað hefur verið um hvert einasta smáatriði af sömu natni og í hinum leikjunum tveim.

 

Hliðarverkefni um eftirlýsta glæpamenn: Spilarar geta stungið sér á kaf í óreiðuna sem skapast á götum borgarinnar. Ekki er hægt að komast hjá því að mæta frægum glæpasnillingum, en auk þess er hægt að einbeita sér að óþekktari óþokkum, eða beinlínis fylgja kjarnasöguþræðinum.

 

Nýjungar í bardaga og tækjakosti: Nú standa spilurum til boða fleiri bardagahreyfingar og hátæknitól en nokkru sinni áður.  Nú getur Leðurblökumaðurinn beitt ýmsum útbúnaði á meðan hann svífur um og verkfærabeltið hans hefur aftur verið endurbætt til að rúma fleiri tæki og tól til að rannsaka, laumast eða berjast.

5.999kr
Uppselt

Xbox One: Final Fantasy Type Zero

11.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

Xbox One: Mortal Kombat X Special Edition

Mortal Kombat X er nýjasti leikurinn frá NetherRelm studios en eru þeir snillingarnir bakvið Mortal Kombat (2011) og Injustice: Gods among us (2013). Leikurinn mun bjóða leikmönnum að velja úr mörgum tilbrigðum af hverri persónu sem mun hafa áhrif á kænsku og bardagastíl. Einnig mun leikurinn innihalda nýja sögu þar sem helstu persónur úr fyrri leikjum koma við í sögunni, meðan nýjar áskokranir líta ljós hjá óðu, illu og binda söguna saman. Persónan Goro fylgir.

4.999kr 2.999kr
Uppselt
UPPSELD

Xbox One: Sniper Elite V3

4.999kr
Uppselt
UPPSELD

Xbox One: Battlefield 4

3.499kr
Uppselt
UPPSELD

Xbox One: Sunset Overdrive

2.999kr
Uppselt
UPPSELD

Xbox One: Dragon Age: Inquisition

Hér geta leikmenn vaðið um risastóran ævintýraheim sem er á barmi gjöreyðingar, en Dragon Age: Inquisition er stórbrotinn hasar- og hlutverkaleikur þar sem þú ræður ferðinni.  Leikurinn er gerður af Bioware sem áður meðal annars gert Mass Effect seríuna, en þeir eru snillingar í að búa til spennandi heim og söguþráð sem fá leikmenn til að naga stólbakið.

 

Leikurinn inniheldur
· Stórbrotinn heim sem skiptist upp í mörg svæði.  Heimurinn lifnar við með Frostbyte 3 grafíkvélinni.

· Leikmenn búa til sínar eigin persónur og þurfa að leiða herlið til orrustu í þessum magnaða leik. Lifandi heim sem leikmenn stýra og skapa með þeim ákvörðunum sem eru teknar.

4.999kr
Uppselt
UPPSELD

Grand Theft Auto V

Xbox One

Leikmenn fara í hlutverk þriggja glæpamanna sem þurfa að draga fram lífið í borginni Los Santos. Leikurinn er algjörlega opinn í spilun og ráða menn hvernig þeir nálgast verkefnin. Þessi uppfærsla á líka við um GTA Online-hluta leiksins sem verður skínandi fínn í þessari nýju útgáfu.

5.999kr
Uppselt

Xbox One: Thief

4.999kr
Setja í körfu
UPPSELD

Xbox One: Lego Movie Videogame

3.999kr 799kr
Uppselt
UPPSELD

Xbox One: Lego Hobbit

1.999kr 999kr
Uppselt

Xbox One: Need for Speed Rivals

3.499kr
Setja í körfu