Þá styttist óðum í næsta meistarastykki Far Cry leikjabálksins sívinsæla, en framleiðandinn Ubisoft tók þá fersku og djörfu ákvörðun að staðsetja leikinn á Steinöldinni. Eins og serían er þekkt fyrir, verður lögð áhersla á frelsi leikmannsins til að ferðast að vild, og á sterka og átakanlega sögu sem yfirgefur leikmanninn seint.

 

Í tilefni þess að leikurinn er væntanlegur innan viku, eða 23. febrúar til að vera nákvæm, þá er forsala á leiknum hafin. Hægt er að kíkja við í verslanir okkar í Smáralindinni eða á 3. hæð Kringlunnar og forpanta þar, eða verslað hann í gegnum heimasíðuna okkar.

 

Síðan verður kvöldopnun þann 22. febrúar í Kringlunni fyrir hina heitustu aðdáendur sem halda varla vatni. Ekki láta þennan glæsilega og væntanlega umtalaða leik framhjá þér fara!