Frá Ubisoft kemur einn heitasti leikur ársins, en leikjaunnendur hafa varla haldið vatni yfir þessum síðan hann var tilkynntur.

 

The Division er glæsilegur 3. persónu skot- netleikur þar sem leikmenn geta verið allt að 24 saman og skoðað rústir Manhattan bæ að vild.

Vírus hefur gjöreytt meirihluta Bandaríkjanna og glundroði ríkir. Þú tilheyrir leynilegu SHD deildinni sem hefur verið send út til að finna upptök vírusins og vonandi koma samfélaginu aftur á lappirnar.

 

Aðeins hinir hörðu komast af í þessum heimi. Muntu vinna saman með vinum þínum til að koma reglu á veröldina eða harkarðu þetta af þér einn á móti harðsvívuðum leikmönnum? Ekki hika við að skella þér á netævintýri sem menn eiga eftir að tala um næstu ár.

_____________________________________________________________________

 

Forsala á leiknum er því formlega hafin. Hægt er að kíkja við í verslanir okkar í Smáralindinni eða á 3. hæð Kringlunnar og forpanta þar, eða verslað hann í gegnum heimasíðuna okkar.

 

Síðan verður kvöldopnun þann 7. mars í Kringlunni, þar sem óðir aðdáendur geta nálgast hann fyrr.