Nintendo LABO er ný og skapandi leið til að spila tölvuleiki. Þú býrð til og setur saman áhöldin sem þú notar í hverjum leik fyrir sig. Pakkinn samanstendur af 28 pappaspjöldum, límmiðum, svömpum, snærum og teygjum.

Það sem þú getur búið til með þessu Variety Kit er:

- Fjarstýrða bíla sem geta t.d. séð í myrkri! Ef þú átt tvö pör af Joy Cons þá getur þú búið til tvo bíla og keppt við vin!

- Veiðistöng með snæri sem þú festir við skjáinn og veiðir allskyns framandi fiska!

- Toy con hús sem inniheldur lítið tölvudýr sem þú getur gefið að borða, hugsað um og leikið við.

- Mótorhjól sem þú getur notað til að keppa í kappakstri og einnig lítið mótorhjól sem þú getur haldið á og stýrt.

- síðast en ekki síst getur þú búið til þinn eigið píano. Það fylgja með allskyns aukahlutir til þess að stilla píanóið eins og þér hentar, svo getur þú spilað og tekið upp þitt eigið meistaraverk. Vertu þinn eiginn hljómsveitar stjóri og notaðu stafinn til að hægja og hraða á tónlistinni.

Verð:10.999kr
UPPSELT, hægt er að hafa samband við gamestodin@gamestodin.is