Nánari lýsing
Skilmálar vegna spiluðu leikjanna.
1. Allir spiluðu leikirnir okkar eru notaðir nema annað sé tekið fram. Vörurnar geta því verið rispaðar, sprungnar, tússað og/eða verið með rifna eða gamla límmiða o.s.fv.
Ef viðskiptavinur vill nánari upplýsingar um tiltekna vöru er hægt að hafa samband við okkur á Facebook (www.facebook.com/gamestodin/) eða í síma 772-5333
2. Reynt er í fremsta megni að hafa rétta mynd af þeirri vöru sem er verið að kaupa.
Stundum eru myndir endurnýttar ef ekki finnst rétt mynd af kápu, og getur því verið að rétt kápa sé ekki sýnd. Vinsamlegast hafið samband við verslunina fyrir frekari upplýsingar.
3. Gamestöðin yfirfer & prófar alla leiki áður en þeir eru settir í sölu til að ganga úr skugga að þeir virki. Hins vegar getur viðskiptavinur átt von á að diskurinn hafi slitnað hjá við notkun hjá fyrri eiganda.
4. Ef viðskiptavinur fær óvirkan eða gallaðan disk hefur hann 14 daga til að skila aftur til verslunar og fær þá annað eintak. Ef ekki er til annað eintak af sama leik, fær viðskiptavinurinn inneignarnótu í versluninni að upphæð vörunnar