Sögusvið Assassin’s Creed Odyssey er hinn magnaði heimur Forn-Grikkja á bronsöld þar sem þér gefst kostur á að móta örlög þín með hverri þeirri ákvörðun sem þú tekur í leiknum. Þér hefur verið afneitað af fjölskyldu þinni og rekinn á brott til að leita örlaga þinna. Ferð þín um hinn horfna heim mótar þig frá upphafi; úr ótíndum málaliða yfir í frækna hetju fornaldar þar sem guðir og menn ráða örlögum stríðshrjáðra landa. Þú munt mæta ódauðlegum hetjum og taka þátt í frægustu orrustum bronsaldar í vöggu vestrænnar menningar.

 

  •  Listin að berjast: Sýndu bardagahæfileika þína og herkænsku í einhverri mestu orrustu allra tíma í Pelópsskagastríðinu. Taktu þér stöðu á milli Spartverja og Aþenu og skipuleggðu bardaga 150 bestu bardagamanna þeirra.
  • Sigldu um opið haf: Finndu ókortlagða staði og fjársjóði eða skoraðu á heilu óvinaflotana í orrustur. Þú hannar þín eigin skip, uppfærir vopn þín eftir þörfum og ræður í þína þjónustu hermenn sem búa yfir óvenjulegum hæfileikum.
  • Kannaður söguslóðir: Uppgötvaðu nýja veröld sem er full af dularfullum hlutum, göldrum og styttum. Hittu persónur grísku sagnanna og kannaðu slóðir ægilegustu skepna sem sögurnar segja frá. Hver veit nema þú hittir nokkrar þeirra!

PEGI 18

Verð:9.999kr
Setja í körfu
stk.