Nýjasti ævintýraleikurinn frá Quantic Dream og leikstjóranum David Cage, en áður hafa þeir gert leiki á borð við Heavy Rain, Beyond: Two Souls. Leikurinn gerist í stórborginni Detroit í náinni framtíð. Tæknin hefur tekið stórkostlegum framförum og í borginni eru vélmenni farin að verða fyrirferðameiri. Leikmenn fara í hlutverk þriggja mismunandi vélmenna sem öll hafa sína sögu og þurfa að finna útúr sínum málum. Leikurinn spilast líkt og Heavy Rain þar sem leikmenn hafa val í öllum aðstæðum og aðgerðir þeirra hafa áhrif á útkomuna. Handrit leiksins er yfir 2000 síður og nær endalausir möguleikar á því hvernig leikurinn getur farið.

Image removed.

Verð:7.999kr
Setja í körfu
stk.