Sautján árum eftir kjarnorkudómsdaginn hefur Hope-sýsla í Montana breyst gjörsamlega og á óvæntan hátt. Kjarnorkuveturinn hefur skapað nýjan blóma og þeir sem lifðu af eru byrjaðir að byggja landið á ný. En lífið er ekki auðvelt, lög og reglur eru virtar að vettugi og nýir óvinir, kallaðir „Highwaymen“ hafa einsett sér að ná öllum völdum. Fólkið þarf hjálp og það kemur til þinna kasta að veita hana, hvort sem er upp á eigin spýtur eða með öðrum á netinu. Gerðu þinn karakter kláran fyrir baráttu fyrir frelsinu, fyrir lífinu og fyrir framtíðina!

 

Nýtt vopnabúr: Síðan allt fór í rúst hafa íbúar byggt vopn úr því sem hægt var að finna og sem nægja til halda í þeim lífinu. En hlutirnir þróast hratt og í heimstöðinni geta leikmenn búið til alls konar fullkomnari vopn og farartæki sem eru kraftmeiri en nokkurn tíma fyrr og geta gefið þeim yfirhöndina í baráttunni sem framundan er við hina miskunnarlausu óvini.

 

Ný saga, nýir vinir: Farðu í gegnum nýjan og æsispennandi söguþráð og finndu leiðina í gegnum her óvinanna sem ætla sér að ræna landið og svipta fólkið öllu sem það á og hefur. Markmiðið er að ryðja leiðina uns þú nærð til leiðtoga þeirra, tvíburasystranna Mickey og Lou sem eru hættulegri en nokkur óvinur sem þú hefur séð áður. Fyrir utan fjölbreytt vopnabúr hefur þú aðgang að nýjum byssumönnum og málaliðum sem hjálpa þér að ná settu marki. 

 

Lifðu af, frelsaðu fólkið og kannaðu landið: Heimastöð þín er í miðju, risastóru landinu á meðan óvinirnir halda sig í útstöðvum sem þú þarft að vinna eina af annarri. Hver sigur leiðir til nýrra áskorana og hliðarverkefna auk þess að opna ný landsvæði langt út fyrir Hope-sýslu, en þar bíða þín ný ævintýri sem koma á óvart.

Verð:8.999kr
Setja í körfu
stk.