Nathan Drake er mættur í sínu hinsta ævintýri, en aðstandendur leiksins lofa sprengfimum lokaspretti á einni vinsælustu leikjaseríu nútímans. Að þessu sinni er Drake lagstur í helgan stein ásamt maka sínum, en tilveru hans er ranghvolft þegar bróðir hans skýtur upp höfðinu; mörgum árum eftir talin dánardag hans. Saman leggja þeir upp í svaðilför um hnöttinn í leit að goðsagnakenndu sjóræninganýlendunni Libertalia - í von um að bera gríðarmiklum fjársóð hennar augum.

 

Að sögn mun þetta bæði verða mikilfenglegasta ævintýri Drake til þessa, og reyna bæði andlega og líkamlega á hetjuna líkt og aldrei áður. Aðdáendur verða seint sviknir af Uncharted-seríunni og stefnir allt í söguleg endalok sem enginn má missa af.

Verð:5.999kr
Setja í körfu
stk.