Í þessum litríka ævintýraleik fara spilarar í hlutverk vinanna Yooka, skynsama græna kamelljónssin og Laylee, klikkuðu leðurblökunnar. Leikurinn er í anda leikja eins og Banjo-Kazooie, spyro og jak & daxter og geta allt að fjórir spilað saman. Í Yooka-laylee reyna vinirnir að stoppa illmennið Capital B og aðstoðarmann hans Dr. Quack frá því að stela öllum bókum heimsins. Leikmenn þurfa að safna blaðsíðum og blekpennum, blaðsíðurnar nota leikmenn til að annaðhvort stækka núverandi heim eða opna nýjan heim til að skoða. Blekpennana er hægt að nota til að kaupa allskyns hæfileika og bardagabrögð fyrir vinina sem þarf til að leysa ákveðnar þrautir eða verkefni. Í leiknum er líka nokkrir "minileikir" eins og kappakstur og "retro" leikir sem maður spilar í stórum spilakassa í leiknum og fær þá blaðsíður eða blekpenna fyrir að vinna. Mjög skemmtilegar og flottur fjölskylduleikur sem allir ættu að hafa gaman að! 

Verð:8.999kr
Tilboð:3.999kr
UPPSELT, hægt er að hafa samband við gamestodin@gamestodin.is