Nánari lýsing
BYRJIÐ Á BOTNUM OG ÞJÓTIÐ UPP Á TOPPINN - Keppið á móti klukkunni, gabbið lögguna og keppið í vikulegum keppnum til að komast í The Grand Lakeshore keppnina þar sem aðeins bestu ökuþórarnir keppa um sigurinn. Fyllið bílskúrinn af fínstilltum bílum og lýsið upp göturnar með ykkar stíl í takt við bjartan lagalista leiksins.
HEIMURINN ER STRIGINN ÞINN - Veggjakrotið lifnar við í Need for Speed™ Unbound með nýjum grafík stíl sem blandar saman götulist og flottustu og raunverulegustu bílunum í sögu Need for Speed leikjanna.
En til að komast á toppinn þarftu að taka sénsa. Ákveða hvenær er best að leggja allt undir, drifta eftir götunum á flótta undan löggunni eða veðja á móti öðrum ökuþórum. Tíminn er peningar, svo það er best að finna fljótastu leiðina til að fá nægan pening til að taka þátt í vikulegum keppnum til að vinna sér rétt til að keppa í The Grand Lakeshore.
ÞEYTIST UM GÖTURNAR - Því meira sem þú keppir, því heitari verður þú og leggur löggan allt í sölunar að ná þér. Á meðan hún eykur þrýstinginn, verður þú að taka taktískar ákvarðanir til að taka yfir eltingarleikinn. Reynir þú að sleppa frá löggunni, takast á við þá á götunni eða felur þú þig í undirheimum Lakeshore?
TJÁIÐ YKKUR Á LITRÍKAN HÁTT - Mætið til leiks og sýnið stíl ykkar með yfir hundruði hluta til að sérsníða bílinn ykkar. Tónlist leiksins er full af hip hop má helst nefna A$AP Rocky og AWGE. Tónlist leiksins er samin af Franska tónskáldinu Brodinski, sem hefur unnið að blanda saman Evrópsku teknó og neðanjarðar tónlist Atlanta borgar