Hetjur vetrarbrautarinnar, þeir Ratchet & Clank, eru mættir aftur með stæl í Ratchet & Clank: Rift Apart. Hjálpið þeim að stöðva hinn illa vélmenna keisarann Doctor Nefarious sem stefnir á að leggja undir sig heima úr öllum víddum, og heimur þeirra er beint í sjónmáli hans.

 

Leikurinn er byggður upp frá grunni af Insomniac Games til að nýta þá möguleika sem PlayStation 5 leikjavélin býður upp á. Með “adaptive triggers” á DualSense fjarstýringunni þá færist þið enn nær hasarnum og heimurinn í ykkar höndum! Leikurinn er litríkur og heillandi ævintýri í gegnum víddirnar þar sem kunnugleg andlit sem og ný koma við sögu.

 

Finnið fyrir hverjum bolta og höggi í gegnum nýju tækni DualSense þráðlausa pinnans. 
Með gikkjum DualSense þá færðu enn meiri stjórn á vopnabúri leiksins.
Hoppið á milli pláneta á ljóshraða með SSD tækni PS5 vélarinnar.  
Með Tempest 3D hljóðtækninni* þá eruð þið enn nær hasarnum. 
Ótrúleg lýsing og “ray tracing” tækni gerir heima leiksins en flottari - allt í blússandi dýnamískri 4K upplausn og HDR litatækni. 
Hægt er að velja að spila í Performance Mode sem keyrir á allt að 60 römmum** á sek. 

 

* Til að njóta 3D Tempest þá þarf heyrnartól eins og Sony Pulse 3D.  
** Leikurinn fær uppfærslu á útgáfudegi sem bætir við 60 fps möguleikanum.

 

Verð:11.999kr
Setja í körfu
stk.