Destiny 2 er fyrstu persónu skotleikur þar sem leikmenn geta búið til sínar eigin hetjur sem heita Guardians. Leikurinn er beint framhald af Destiny, en sá leikur hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar um allan heim. Leikurinn inniheldur glænýjan söguþráð og nýtt upphaf sem bæði nýir og eldri spilarar eiga eftir að finna sig vel í.

 

Síðasta örugga borg mannkyns hefur fallið fyrir óvinaher sem leiddur er af hinum illa Ghaul, foringja Red Legion. Til að ganga frá Ghaul og hans mönnum þurfa hetjur heimsins að standa saman og ná aftur heimkynnum sínum.

Verð:9.999kr
Setja í körfu
stk.