Playerunknown's Battlegounds eða PUBG eins og hann er betur þekktur, er fyrstu persónu skotleikur þar sem leikmenn keppa við aðra á netinu og reyna að vera sá seinasti á lífi. PUBG hefur náð geisilegum vinsældum á PC um allan heim og er nú loksins fáanlegur á Xbox One!

 

Leikmönnum er hent saman, allt að hundrað manns í einu á stórt opið svæði þar sem þeir berjast til dauða á meðan leiksvæðið minnkar og minnkar. Leikurinn inniheldur heilan helling af vopnum og farartækjum til að hjálpa þér að sigra. Hver leikmaður getur bara haldið á takmörkuðu magni af vopnum svo þú þarft að ákveða hvort þú viljir fórna þínum núverandi vopnum til að eiga möguleika á að fá einhver betri þegar þú nærð að drepa óvin.

 

Vinsamlegast athugið: Leikurinn er eingöngu netleikur og þarf að hafa Xbox Live Gold áskrift til að geta spilað leikinn sem fæst hér:

Xbox Live Gold (3 mánuðir) - Xbox Live Gold (12 mánuðir)

Verð:3.999kr
Setja í körfu
stk.