Upplifið nýjan hrylling í Resident Evil Village, sem mun nota kraft PlayStation 5 og Xbox Series X til að gera hvert einasta augnablik sem þú berst til að lifa af, raunverulegra en áður. Þetta er áttundi aðal leikurinn í Resident Evil seríunni sem byrjaði fyrir nærri 25 árum síðan.

 

Atburðirnir gerast nokkrum árum eftir sögu Resident Evil 7 - Biohazard, í nýrri sögu sem byrjar þar sem Ethan Winters og Mia konan hans hafa komið sér upp nýju og friðsælu lífi langt frá martröðum þeirra. Það nær þó ekki að endast og Chris Redfield úr eldri Resident Evil leikjunum kemur inn í líf þeirra og setur allt á hliðina á versta veg, sem setur Ethan á hræðilega vegferð í snævi þöktu þorpi í leit af svörum, en í stað finnur hann nýja martröð.

 

Með nýjustu tækni leikja vélanna þá færir RE 8 ótrúlega flotta grafík með grípandi hljóði og litlum sem engum hleðslu tímum borða, allt hjálpar til að skapa skuggalega stemningu í þorpinu og allt í fyrstu persónu sjónarhorni.

 

Aðdáendur leikjanna ættu að kannast við kunnuglega hluti í Resident Evil Village sem vísa til eldri leikja eins og sölumanninn “The Duke” sem leyfir leikmönnum að kaupa og selja hluti, kaupa uppskriftir til að búa til hluti og sérsníða vopnin þeirra.

 

Það eru kunnugleg andlit í leiknum eins og Chris Redfield sem kemur til leiks og virðist vera með dularfull plön. Ethan mun einnig þurfa að takast á við nýja andstæðinga í þessu dularfulla þorpi. Hver byssukúla skiptir máli og þarf að beita öllum brögðum til að lifa hætturnar af. 

 

Spilið á milli kynslóða - Resident Evil Village styður uppfærslu frá PlayStation 4 til stafrænnar útgáfu á PlayStation 5 ásamt að styðja við Smart Delivery tækni Xbox Series X og Xbox One.

Verð:10.999kr
Setja í körfu
stk.