Það er komin útgáfudagur á nýjasta leikinn frá Hideo Kojima, Death Stranding og hann er væntanlegur 8. nóvember ! Playstation gaf út næstum 9 mínutna stiklu til að kynna leikinn og útgáfudag þess.

 

 

Death Stranding er fyrsti leikur frá Kojima Productions og verður hann gefinn út af Sony Interactive Entertainment fyrir Playstation 4 vélar og skartar leikurinn leikurunum Norman Reedus (The Walking Dead), íslandsvininum Mads Mikkelsen (Doctor Strange, Rogue One), Léa Seydoux (Spectre & Bond 25) og leikstjóranum Guillermo del Toro sem fer með smá hlutverk í leiknum.