Sony hefur ákveðið að þeir munu ekki vera á E3 leikjaráðstefnunni í ár. Þetta er annað árið í röð sem Sony ákveður að vera ekki á leikjaráðstefnunni sem er haldin í Los Angeles hvert ár. Með Playstation 5 að koma út seinna á árinu er það víst komið í ljós að þeir verða ekki með kynningu á E3 í ár, eins og þeir kynntu Playstation til sögunnar árið 1995 og svo 2013 þegar þeir kynntu Playstation 4 til sögunnar.

 

"Við höfum mikla virðingu fyrir ESA sem samtökum, en okkur finnst E3 2020 ekki vera rétti staðurinn fyrir því sem við ætlum að fókusa á í ár." sagði talsmaður Sony Interactive Entertainment. Í staðinn ætlar Sony að vera á mörgum kynningum um allan heim og kynna PS5 fyrir aðdáðendum.

 

- HSG

 

https://www.gamesindustry.biz/articles/2020-01-11-playstation-will-not-participate-in-e3-2020