CD Project Red tilkynntu í dag að Cyberpunk 2077 sem átti að koma út í apríl hefur verið seinkað til 17. september 2020.

 

"Leikurinn er tilbúinn og það er hægt að spila hann, en það er ennþá mikil vinna eftir" kemur fram í tilkynningunni, en þeir segja að þeir vilji að Cyberpunk 2077 verði þeirra besta verk þessarar kynslóðar og með því að fresta honum fá þeir meiri tíma til að gera leikinn fullkominn.

 

Eins og áður hefur komið fram mun Cyberpunk 2077 koma út 17. september 2020.