Verð:11.999kr
UPPSELT, hægt er að hafa samband við gamestodin@gamestodin.is

Nánari lýsing

Forspoken segir frá Frey, ungri konu frá New York sem endar í fallegu og grimmu landi Athia. Í leit hennar að komast aftur heim, þá þarf Frey að notast við nýfengna galdra hæfileika sína til að ferðast um heiminn og berjast við hin ýmsu skrímsli. 

 

Hún ber dularfullt armband sem hefur sínar eigin skoðanir og talar við Frey. Með því getur hún kallað fram öfluga galdra sem geta nýst til bardaga eða ferðalaga. Frey nefnir þennan nýja félaga sinn Cuff og þau fara í ferðalag að koma henni aftur heim.

 

Frey kemst fljótt af því að Athia var eitt sinn undir stjórn vinveittra vera sem kölluðust Tantas. Þangað til að spilling fór yfir landið og spillti öllu sem hún snertir. Dýr breyttust í óargadýr, menn í skrímsli og landslagið í fjögur hættuleg svæði. Í miðju þess stjórna Tantas nú með íllsku og grimmd. 

 

Spilling heimsins hefur ekki áhrif á Frey, svo hún samþykkir að aðstoða þá sem eftir eru í Athia. Ferðalag hennar í hjarta spillingarinnar sendir hana í baráttu við skrímsli og spillt Tantas. Þar uppgötvar hún leyndarmál um heiminn og sig sjálfa í leiðinni.