Verð:109.999kr
Setja í körfu
stk.

Nánari lýsing

Upplifið byltingarkenndan hraða með Xbox Velocity arkitektúr, keyrandi á sérhönnuðum 1TB SSD diski og innbyggðum hugbúnaði. 

 

Xbox Smart Delivery tryggir að þú spilar ávallt bestu mögulegu útgáfu leiksins, óháð á hvaða leikjatölvu þú ert á. Jafnvel ef þú byrjar að spila á Xbox One og færir þig síðar yfir á Xbox Series X/S.

 

12 teraflops af AMD Zen 2 örgjafa og skjákorti, sem er tvisvar sinnum meiri (GPU) grafík möguleikar en Xbox One X.

 

DirectX Ray Tracing sem sýnir ykkur veruleikann á nýja vegu þar sem hver vatn og pollar geta speglað umhverfið, ljós endurkastast af hlutum á raunverulegri hátt en áður.

 

Breytilegur ramma hraði sem hjálpar til að gera upplifun í leikjum góða með betri fps og hærri upplausnum.

 

Variable refresh rate eða VRR, tryggir að endurnýjunartíðnin á sjónvarpinu fylgir rammahraða leiksins sem minnkar líkurnar á að myndin truflist og það dragi þig úr spilun leiksins. 

 

Auto low latency mode eða ALLM, leyfir Xbox One og Xbox Series X að stilla sjónvarpið eða skjáinn á bestu mögulegu stillingu til að sem fæst komist á milli þess þegar þú ýtir á takkann á fjarstýringunni og eitthvað gerist á skjánum.

 

Quick resume leyfir mörgum leikjum í einu að vera í gangi og í minni þegar þú ert ekki að nota þá. Auðvelt er að hoppa á milli leikja á andartaki, jafn eftir að þú hefur slökkt á Xbox tölvunni. 

 

Með stuðningi við eldri leiki, þá opnast fyrir ótal leiki frá upprunalegu Xbox tölvunni frá árinu 2001 til allra nýjustu leikjanna. Að auki batna þessir leikir, við betri hraða að hlaðast upp, betri upplausn, betri fps (rammahraða), Auto HDR fyrir eldri leiki. Auðvelt er að notast við diskana af þessum leikjum og Xbox mun sækja bestu mögulegu útgáfuna fyrir þig frítt. Einnig er hægt að kaupa eldri leiki í Xbox Store.

 

Stuðningur er við 4K Ultra HD Blu-Ray mynd diska, 4K streymi þjónstur og Dolby Atmos hljóð í leikjum.

 

Hægt verður að spila leiki í 4K upplausn í allt að 120fps á sek ef þið eruð með nýlegt 4K sjónvarp sem styður HDMI 2.1 tæknina. Xbox Series X styður 8K sjónvörp og HDR litatækni í þeirri upplausn. 

 

Allar eldri fjarstýringar og önnur tæki frá Xbox One munu virka á Xbox Series X/S vélunum. Svo það er lítið mál að smala í smá lan með vinum.

 

Með nýjum kæli aðferðum er Xbox Series X ótrúlega hljóðlát sama hve miklum hasar þú ert í leik. 

 

Hægt er að stinga aftan í bakið á vélinni sérhönnuðu 512MB eða 1TB SSD korti til auka plássið í vélinni undir leiki. Einnig er hægt að nota USB harðan disk, en bara fyrir eldri leiki en á Series X/S sem gera ráð fyrir hröðum SSD diski.

 

Xbox þráðlausa fjarstýringin hefur verið uppfærð með betra gripi, nýju d-pad, takka til að deila auðveldlega efni úr leikjum til vina eða á samfélagsmiðlana. 

 

Svo fyrir þá sem vilja ódýrari vél með 512GB SSD disk og stuðningi fyrir SSD auka kortin ásamt að styðja við USB harða diska fyrir eldri leiki.